
Íslenska karlalandsliðið vann Aserbaídsjan á Laugardalsvelli í kvöld sannfærandi 5-0.
Strákarnir voru lengi í gang en eftir hornspyrnu Alberts Guðmundssonar undir blálok fyrri hálfleiks braut Guðlaugur Victor ísinn. Okkar menn fóru svo á kostum í síðari hálfleiknum og bættu við fjórum mörkum.
Hér fyrir neðan má sjá einkunnargjöf Fótbolta.net úr leiknum.
Strákarnir voru lengi í gang en eftir hornspyrnu Alberts Guðmundssonar undir blálok fyrri hálfleiks braut Guðlaugur Victor ísinn. Okkar menn fóru svo á kostum í síðari hálfleiknum og bættu við fjórum mörkum.
Hér fyrir neðan má sjá einkunnargjöf Fótbolta.net úr leiknum.
Lestu um leikinn: Ísland U21 1 - 2 Færeyjar U21
Elías Már Ólafsson - 7
Það var lítið að gera á skrifstofunni Elíasi í kvöld en hann stóð sína plikt í markinu með sóma. Öruggur í sínum aðgerðum og virðist vera markmaður númer 1 hjá Arnari Gunnlaugssyni.
Guðlaugur Victor Pálsson - 8
Braut ísinn á bísna mikilvægum tímapunkti með marki úr föstu leikatriði. Eitthvað sem við elskum að sjá og erum kannski eitthvað búin að sakna. Geggjaður í dag hann Gulli.
Sverrir Ingason - 7
Það var minna að gera hjá Sverri í dag en það er oftast í landsleikjum. Gerði sitt samt og gerði það vel. Öruggur eins og alltaf, er okkar besti hafsent í dag eins og þjóðin veit.
Daníel Leó Grétarsson - 7
Það sama gildir um Daníel og Sverri. Ekkert mjög mikið að gera hjá honum en hann steig varla feilspor og stóð sína vakt vel.
Mikael Egill Ellertsson - 7
Það var gaman að fygljast með Mikael í þessum leik. Hann keyrði mikið upp völlinn og var að skapa usla og hættu með fyrirgjöfunum sínum inn á teiginn, sérstaklega í seinni hálfleiknum. Flottur í dag hann Mikael.
Jón Dagur Þorsteinsson - 7
Lagði upp eitt mark en annars fannst mér lítið koma frá Jóni í dag. Hefði viljað sjá hann keyra meira á andstæðinginn en samt sem áðr góður dagur hjá Jóni í dag.
Stefán Teitur Þórðarson - 7
Stefán flottur á miðjunni í dag með sveitunga sínum Ísaki. Þeir voru að tengja vel. Gerði sitt vel eins og aðrir leikmenn í Íslenska liðinu í dag.
Ísak Bergmann Jóhannesson - 9
Besti maður vallarins að mínu mati. Skorar tvö mörk og gerði sitt mjög vel í dag á miðsvæðinu. Var einu skoti frá 10-unni þegar hann fékk dauðafæri sem fór forgörðum í seinni hálfleiknum en þá varði markmaðurinn hjá Aserbaídsjan gífurlega vel. Klárlega besta færi leiksins. Einn besti, ef ekki besti, landsleikur Ísaks fyrir Ísland til þessa. Hann virðist vera kominn með fast sæti í byrjunarliðið hjá Arnari.
Albert Guðmundsson - 9
Er okkar gæðamesti leikmaður og það sást í þessum leik. Var gjörsamlega stórkostlegur. Skoraði eitt gott mark og var allt í öllu í sóknarleik Íslands. Fór síðan meiddur af velli en það leit ekki vel út. Vona svo innilega að þetta hafi ekki verið alvarlegt.
Hákon Arnar Haraldsson - 9
Var drifkrafturinn í leik Íslands í dag. Maður sá strax frá fyrstu mínútu hvernig leik fyrirliðinn var að fara að eiga. Mikil orka í Skagastráknum sem smitaði út frá sér til aðra. Fær mjög góða einkunn frá mér.
Andri Lucas Gudjohnsen - 7
Ekki mikið sem kom frá Andra í dag sóknarlega. Var nokkrum sinnum í góðri stöðu til þess að skora en hann náði ekki að nýta þær stöður nægilega vel.
Varamenn:
Kristian Nökkvi Hlynsson- 8
Mikael Neville Anderson - 7
Daníel Tristan Gudjohnsen - 7
Brynjólfur Willum Andersen - 7
Bjarki Steinn Bjarkason - Spilaði ekki nóg til að fá einkunn
Athugasemdir