Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mán 05. október 2015 11:34
Alexander Freyr Tamimi
Kassim Doumbia í samningaviðræðum við FH
Kassim verður mögulega áfram í Hafnarfirði.
Kassim verður mögulega áfram í Hafnarfirði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kassim "The Dream" Doumbia, varnarmaður FH, er í viðræðum við Íslandsmeistarana nýkrýndu um framlengingu á samningi sínum í Hafnarfirði.

Doumbia hefur leikið með FH undanfarin tvö tímabil og stimplað sig inn sem einn besti varnarmaður Pepsi-deildarinnar. Samningur hans við félagið er hins vegar við það að renna út og óvissa ríkir um framhaldið.

„Í augnablikinu er ég enn leikmaður FH fram í desember. Við erum að ræða um framlengingu á samningi mínum svo við sjáum hvað mun gerast á næstu vikum," sagði Kassim við Fótbolta.net, en hann er staddur erlendis í augnablikinu.

Talið er að fjölmörg erlend knattspyrnufélög renni hýru auga til Kassim, sem er 25 ára gamall og lék áður í Belgíu.
Athugasemdir
banner
banner