Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 05. október 2020 12:47
Elvar Geir Magnússon
KSÍ reiknar með að geta selt 900 miða á landsleikinn
Icelandair
Sindri Sverrison, blaðamaður á Vísi.
Sindri Sverrison, blaðamaður á Vísi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir í samtali við Vísi að búist sé við að hægt sé að selja um 900 miða á landsleik Íslands og Rúmeníu á fimmtudagskvöld.

Hægt verður að mynda fimm sóttvarnahólf í austurstúku Laugardalsvallar, og fjögur í vesturstúku. Hundrað miðar verði seldir í hvert hólf.

Ofan á þessar áhorfendur bætast við starfsfólk KSÍ, heiðursgestir og fjölmiðlamenn.

Búið er að herða sóttvarnareglur og verið að leggja lokahönd á allar áætlanir fyrir leikinn. Ársmiðahafar fá forgang á miðana 900 sem settir verða í sölu á tix.is síðar í vikunni.

Um er að ræða leik í umspili um sæti á EM alls staðar. Sigurliðið í leiknum mun mæta Ungverjalandi eða Búlgaríu á útivelli í nóvember í hreinum úrslitaleik um sæti á mótinu.

Sjá einnig:
Erik Hamren í skýjunum með að fá áhorfendur
Athugasemdir
banner
banner
banner