Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 05. október 2020 15:42
Elvar Geir Magnússon
Sarr út af borðinu hjá Man Utd
Ismaila Sarr.
Ismaila Sarr.
Mynd: Getty Images
Manchester United mun ekki gera tilboð í Ismaila Sarr, vængmann Watford, í dag. Íþróttafréttamaðurinn David McDonnell hjá Mirror segir að þetta hafi hann frá sínum heimildarmanni á Old Trafford.

United hefur verið að skoða kosti í stöðunni eftir að vonirnar um að fá Jadon Sancho frá Borussia Dortmund urðu að engu.

Watford hefur víst sett 45 milljóna punda verðmiða á hinn 22 ára Sarr en United hafði bara áhuga á að fá hann á lánssamningi.

Sarr er 22 ára senegalskur landsliðsmaður sem kom til Watford frá Rennes á síðasta ári.

Í dag er gluggadagurinn en United gæti þó haldið áfram að reyna við Sarr því glugginn milli enskra félaga er opinn til 16. október. Hann yrði þó ekki löglegur í Meistaradeildinni fyrir áramót ef skiptin eru ekki frágengin á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner