Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 05. október 2021 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sextán í úrvalsdeildinni á hærri launum en Salah
Salah
Salah
Mynd: Getty Images
Cristiano er launahæstur í deildinni með ríflega 500 þúsund pund í vikulaun.
Cristiano er launahæstur í deildinni með ríflega 500 þúsund pund í vikulaun.
Mynd: Getty Images
Mo Salah og hans samningsmál hafa verið í umræðunni að undanförnu. Salah á tvö ár eftir af samningi sínum við Liverpool og hefur hann reglulega verið orðaður við Real Madrid.

Salah hefur byrjað tímabilið í ár frábærlega og er kallað eftir því að samningur hans verði framlengdur.

Express tók í dag saman lista yfir þá leikmenn sem fá hærri vikulaun en Salah. Samkvæmt þeirri samantekt eru alls sextán leikmenn sem fá hærri laun. Salah er sagður vilja fá 300 - 380 þúsund pund í vikulaun.

Salah fær í dag 200 þúsund pund í vikulaun og er næst launahæstur í Liverpool ásamt Thiago. Einungis Virgil van Dijk er launahærri.

Sjö leikmenn hjá Manchester United eru með hærri laun en Salah, fjórir leikmenn Manchester City, þrír leikmenn Chelsea og Pierre-Emerick Aubameyang hjá Arsenal.

Leikmennirnir (hæstu launin efst):
Cristiano Ronaldo
Kevin De Bruyne
David de Gea
Jadon Sancho
Raphael Varane
Romelu Lukaku
Jack Grealish
Raheem Sterling
Paul Pogba
N'Golo Kante
Timo Werner
Edinson Cavani
Anthony Martial
John Stones
Pierre-Emerick Aubameyang
Virgil van Dijk
Athugasemdir
banner
banner
banner