banner
   mið 05. október 2022 15:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cooper fær að halda áfram
Steve Cooper.
Steve Cooper.
Mynd: Getty Images
Það fóru af stað háværar sögur um að Steve Cooper yrði látinn fara frá Nottingham Forest eftir slæmt tap gegn Leicester síðasta mánudagskvöld.

Það var haldinn krísufundur hjá stjórnarmönnum Forest í vikunni og var tekin ákvörðun eftir þann fund að Cooper myndi halda áfram.

Cooper náði frábærum árangri með því að stýra Forest upp í efstu deildina á síðasta tímabili, en liðið er í deild þeirra bestu í fyrsta sinn í 23 ár. Liðið var á botni Championship-deildarinnar þegar hann tók við í september 2021.

Forest verslaði mikið í sumar en er sem stendur á botni ensku úrvalsdeildarinnar með fjögur stig eftir átta leiki.

Samkvæmt heimildum Telegraph þá ætlar Evangelos Marinakis, eigandi Forest, að sýna Cooper traust áfram en hann ætlar að laga aðeins til á bak við tjöldin. Ítalinn Filippo Giraldi er í viðræðum við Forest um að koma inn sem yfirmaður fótboltamála hjá félaginu. Hann starfaði áður fyrir Watford.

Næsti leikur Forest er gegn Aston Villa á mánudagskvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner