Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mið 05. október 2022 09:36
Elvar Geir Magnússon
Maguire og Varane æfðu ekki í morgun
Varnarmennirnir Harry Maguire og Raphael Varane æfðu ekki með Manchester United í morgun.

United á leik í Kýpur á morgun gegn Omonia frá Nikósíu í Evrópudeildinni. United er með þrjú stig eftir tvo leiki en Omonia er án stiga á botni riðilsins.

Maguire var ekki með í tapinu gegn Manchester City á sunnudag vegna hnémeiðsla og Varane fór af velli í leiknum vegna ökklameiðsla.

Donny van de Beek og Aaron Wan-Bissaka eru áfram á meiðslalistanum og voru heldur hvergi sjáanlegir á æfingunni í morgun.

Real Sociedad, sem mætir Sheriff á morgun, er í efsta sæti riðilsins með sex stig, fullt hús eftir tvo leiki.


Athugasemdir