Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 05. október 2022 16:30
Elvar Geir Magnússon
Sonur Ejub Purisevic gerir sinn fyrsta samning við Stjörnuna
Allan Purisevic handsalar samninginn við Þorvald Örlygsson.
Allan Purisevic handsalar samninginn við Þorvald Örlygsson.
Mynd: Stjarnan
Hinn sextán ára gamli Allan Purisevic hefur gert sinn fyrsta samning við Stjörnuna. Allan á fimm leiki fyrir U16 og U17 landslið Íslands en faðir hans er fótboltaþjálfarinn Ejub Purisevic.

Þessi efnilegi leikmaður kom fyrst til Stjörnunnar 2020 frá uppeldisfélagi sínu, Víkingi Ólafsvík.

„Við hlökkum mikið til þess að fylgjast með honum á komandi tímabilum og óskum honum og félaginu jafnframt til hamingju með samninginn!" segir í tilkynningu Stjörnunnar á Facebook.

Allan er fjölhæfur miðjumaður sem hefur enn ekki leikið fyrir meistaraflokk Stjörnunnar en í sumar lék hann fyrir 3. og 2. flokk félagsins.


Ejub Purisevic.
Athugasemdir
banner
banner
banner