Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 05. október 2022 14:12
Hafliði Breiðfjörð
Steini Halldórs: Þreyta hjá nokkrum leikmönnum
Icelandair
Þorstein Halldórson landliðsþjálfari Íslands.
Þorstein Halldórson landliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snorri Jónasson þjálfari U21 karla mun leikgreina leikinn.
Davíð Snorri Jónasson þjálfari U21 karla mun leikgreina leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Staðan er þokkaleg en það er þreyta hjá nokkrum leikmönnum eftir álag undanfarið sem hafa verið að spila í deild og Meistaradeildinni. Það var því létt æfing hjá sumum en aðrar fóru í smá keyrslu," sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari Íslands við miðla KSÍ í dag.


„Þetta verður hefðbundin æfingavika. Við æfum einu sinni á dag og æfum á morgun og föstudag. Svo tökum við því rólega á laugardag. Á morgun fáum við að vita við hvern við munum spila og hvert við förum. Við tökum það dag frá degi fram að sunnudegi," sagði hann.

Liðið er komið til Algarve í Portúgal þar sem það undirbýr sig undir umspil um sæti á HM 2023. Leikurinn verður þriðjudaginn 11. október en það skýrist ekki fyrr en annað kvöld hvort það verður Portúgal eða Belgía en liðin mætast innbyrðis á morgun.

„Davíð Snorri (Jónasson þjálfari U21 karla) verður í Portúgal og fer á leikinn þar. Hann kemur svo beint yfir til okkar og leikgreinir leikinn. Við förum svo yfir það á föstudagskvöldið með leikmönnum og sýnum styrkleika og veikleika, hvað við ætlum að gera og hvernig."


Athugasemdir
banner
banner
banner