Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   þri 05. nóvember 2024 10:50
Elvar Geir Magnússon
Helgi Mikael dæmir hjá unglingaliði Man Utd
Helgi Mikael Jónasson.
Helgi Mikael Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenskir dómarar verða að störfum á leik Manchester United og FK Zalgiris Vilnius í Evrópukeppni unglingaliða.

Helgi Mikael Jónasson dæmir leikinn og honum til aðstoðar verða þeir Egill Guðvarður Guðlaugsson og Ragnar Þór Bender.

Leikurinn fer fram í Leigh á Englandi á morgun, 6. nóvember.

Þetta er seinni viðureign liðanna en Manchester United vann 5-2 útisigur í Litáen. Ethan Williams og Gabrieli Biancheri skoruðu tvö mörk hvor fyrir United.
Athugasemdir
banner