Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 05. desember 2018 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Arnþór Ingi frá keppni í 2-3 mánuði
Arnþór Ingi Kristinsson samdi við KR eftir tímabilið en verður frá fram á næsta ár
Arnþór Ingi Kristinsson samdi við KR eftir tímabilið en verður frá fram á næsta ár
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnþór Ingi Kristinsson, sem nýlega samdi við KR, verður frá næstu tvo til þrjá mánuði vegna meiðsla en hann sleit liðband í ökkla undir lok síðasta tímabils.

Arnþór er 28 ára gamall miðjumaður en hann samdi við KR eftir að hafa verið lykilmaður í liði Víkings síðustu ár.

Hann meiddist á ökkla í 4-0 tapi gegn Keflavík í næst síðustu umferð Pepsi-deildarinnar og hefur hann verið frá síðan.

Það er ljóst að hann verður frá fram í febrúar eða mars en hann sleit liðband í ökkla.

Ef allt gengur að óskum í endurhæfingunni þá ætti hann að verða klár í að spila með KR-ingum í Lengjubikarnum.

Hann á að baki 78 leiki og 10 mörk í Pepsi-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner