Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 05. desember 2018 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Diouf sér eftir skiptunum til Liverpool: Átti að fara til Man Utd
Mynd: Getty Images
El Hadji Diouf gerði gott mót á HM 2002 og var keyptur yfir til Liverpool fyrir 10 milljónir punda um sumarið.

Diouf átti erfitt uppdráttar hjá Liverpool þar sem hann vann sér helst til frægðar að fara í leikbann fyrir að hrækja á stuðningsmann Celtic í Meistaradeildinni og að takast ekki að skora stakt mark tímabilið 2003-04.

Manchester United og Barcelona vildu einnig fá Diouf til sín þetta sumarið og segist sóknarmaðurinn sjá eftir félagaskiptunum til Liverpool.

„Ef ég fengi að fara aftur í tímann þá myndi ég sleppa því að fara til Liverpool. Ég myndi velja Manchester United eða Barcelona, sem vildu bæði fá mig á þessum tíma," sagði Diouf, sem var seldur til Bolton eftir að hafa aðeins gert 6 mörk í 80 leikjum hjá Liverpool.

Eftir tíma sinn hjá Bolton lék Diouf fyrir Sunderland, Blackburn, Rangers, Doncaster og Leeds áður en hann fór yfir í malasíska boltann. Hann lék 70 landsleiki fyrir Senegal og var tvisvar kjörinn sem knattspyrnumaður ársins í Afríku.
Athugasemdir
banner
banner
banner