Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mið 05. desember 2018 10:30
Magnús Már Einarsson
Ólæti á U21 leik Stoke - 4000 stuðningsmenn mættu
Mikil læti voru á áhorfendapöllunum þegar aðallið Port Vale mætti U21 liði Stoke í leik í bikarkeppni neðri deildarliða í gærkvöldi. Um er að ræða nágranna og erkifjendur en Port Vale og Stoke hafa ekki mæst í sextán ár.

4000 stuðningsmenn Stoke mættu á Vale Park, heimavöll Port Vale, þó um væri að ræða U21 lið félagsins.

11 stuðningsmenn voru handteknir fyrir ólæti og öryggisvörður Port Vale meiddist í látum í kringum leikinn.

180 lögreglumenn störfuðu á leiknum en flugeldum, flöskum og smápeningum var hent inn á völlinn. Í hálfleik eyðilögðu stuðningsmenn Stoke klósett á vellinum og brutu ruður.

Port Vale fór með öruggan 4-0 sigur af hólmi en staðan var 3-0 í hálfleik.
Athugasemdir