Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 05. desember 2019 10:15
Elvar Geir Magnússon
Liverpool staðfestir hópinn fyrir HM í Katar
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur staðfest 23 manna leikmannahóp sinn fyrir HM félagsliða í Katar.

Liverpool á leik gegn Aston Villa í deildabikarnum sólarhring áður en komið er að leik á HM félagsliða.

Liverpool teflir fram sínum sterkasta leikmannahópi í Katar en Fabinho og Joel Matip eru ekki á blaði vegna meiðsla.

Það er ljóst að lið Liverpool sem mætir Aston Villa í 8-liða úrslitum deildabikarsins verður gríðarlega ungt en Rhian Brewster, Harvey Elliott og Curtis Jones eiga allir bókað flug til Katar.

Neil Critchley, þjálfari U23 ára liðs Liverpool, mun vera við stjórnvölinn gegn Villa en Jurgen Klopp verður í sólinni í Katar.

Liverpool fer beint í undanúrslit HM félagsliða og leikur þar þann 18. desember en úrslitaleikurinn verður 21. desember.

Al Sadd frá Katar mun mæta Hienghene Sport frá Nýju-Kaledóníu en sigurliðið þar leikur svo gegn CF Monterrey frá Mexíkó um að mæta Liverpool í undanúrslitum.

Hópur Liverpool í HM félagsliða: Alisson, Van Dijk, Wijnaldum, Lovren, Milner, Keita, Firmino, Mane, Salah, Gomez, Adrian, Henderson, Oxlade-Chamberlain, Lallana, Lonergan, Shaqiri, Brewster, Robertson, Origi, Jones, Alexander-Arnold, Elliott, Williams.
Athugasemdir
banner
banner