Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   sun 05. desember 2021 18:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tölfræðin bendir til merkilegra áhrifa eftir eina æfingu
Ralf Rangnick.
Ralf Rangnick.
Mynd: EPA
Þjóðverjinn Ralf Rangnick stýrði Manchester United í fyrsta sinn í dag. Undir hans stjórn tókst liðinu að leggja Crystal Palace að velli, 1-0, á Old Trafford.

Þrátt fyrir að hafa fengið aðeins eina æfingu með liðinu eru strax merki um breytingar.

Rangnick er þekktur fyrir að láta lið sín hlaupa og pressa mikið. Hann stillti upp í 4-2-2-2 án bolta í dag og virkaði það nokkuð vel.

Man Utd tókst að vinna boltann tólf sinnum á vallarhelmingi andstæðingsins. Aldrei hefur United tekist að gera það oftar í leik síðan Sir Alex Ferguson hætti að þjálfa árið 2013.

Það verður fróðlegt að sjá hvað Rangnick tekst að gera þegar hann er búinn að fá fleiri æfingar með liðið.

Sjá einnig:
Hver er Ralf Rangnick?


Athugasemdir
banner
banner