Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   þri 05. desember 2023 21:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu mörkin: Barkley náði forystunni fyrir Luton á afmælisdaginn
Mynd: EPA

Það er ótrúlegur leikur í gangi í ensku úrvalsdeildinni þar sem Luton er með topplið Arsenal í heimsókn.


Gestirnir voru með 2-1 forystu í hálfleik en Elijah Adebayo jafnaði metin fyrir Luton áður en Ross Barkley kom Luton í forystu.

Barkley fagnar þrítugsafmæli sínu í dag en hann skoraði eftir tæplega klukkutíma leik þegar hann fékk sendingu inn á teiginn og náði skoti framhjá Ben White og boltinn fór undir David Raya og í netið.

Kai Havertz tókst hins vegar að jafna metin stuttu síðar eftir sendingu frá Gabriel Jesus.

Markið hjá Barkley

Markið hjá Havertz


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner