Það er ótrúlegur leikur í gangi í ensku úrvalsdeildinni þar sem Luton er með topplið Arsenal í heimsókn.
Gestirnir voru með 2-1 forystu í hálfleik en Elijah Adebayo jafnaði metin fyrir Luton áður en Ross Barkley kom Luton í forystu.
Barkley fagnar þrítugsafmæli sínu í dag en hann skoraði eftir tæplega klukkutíma leik þegar hann fékk sendingu inn á teiginn og náði skoti framhjá Ben White og boltinn fór undir David Raya og í netið.
Kai Havertz tókst hins vegar að jafna metin stuttu síðar eftir sendingu frá Gabriel Jesus.
Athugasemdir