Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 06. febrúar 2023 18:25
Ívan Guðjón Baldursson
Sex úr aðalliði Real Madrid ekki með á HM félagsliða
Courtois gæti jafnað sig fyrir úrslitaleikinn, komist Real Madrid í hann, og flogið út.
Courtois gæti jafnað sig fyrir úrslitaleikinn, komist Real Madrid í hann, og flogið út.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA

Real Madrid fer í frí frá spænska boltanum og heldur til Marokkó þar sem úrslitakeppni HM félagsliða fer fram.


Real kemur beint inn í undanúrslitin þar sem félagið mætir egypska stórveldinu Al Ahly. Liðin eigast við í borginni Rabat og mun sigurvegarinn mæta annað hvort Flamengo eða Al Hilal í úrslitaleiknum.

Carlo Ancelotti er búinn að staðfesta leikmannahópinn sem flýgur til Marokkó og vantar sex leikmenn úr aðalliðinu í hann, en þeir eru allir að glíma við meiðsli.

Þar á meðal er markavélin Karim Benzema, sem er búinn að skora sjö mörk og gefa tvær stoðsendingar í síðustu níu leikjum, og markvörðurinn öflugi Thibaut Courtois.

Eder Militao, Lucas Vazquez, Ferland Mendy og Eden Hazard eru einnig á meiðslalistanum.

Real kemur inn í undanúrslitin eftir óvænt 1-0 tap á útivelli gegn Mallorca í spænsku deildinni, þar sem erkifjendurnir í Barcelona eru komnir með átta stiga forystu í titilbaráttunni.


Athugasemdir
banner
banner
banner