Búrkína Fasó 2 - 1 Miðbaugs Gínea
0-1 Marvin Anieboh ('85 )
1-1 Georgi Minoungou ('90 )
2-1 Edmond Tapsoba ('90 )
Rautt spjald: Basilio Ndong ('50, Miðbaugs Gínea)
0-1 Marvin Anieboh ('85 )
1-1 Georgi Minoungou ('90 )
2-1 Edmond Tapsoba ('90 )
Rautt spjald: Basilio Ndong ('50, Miðbaugs Gínea)
Búrkína Fasó vann hádramatískan 2-1 sigur á Miðbaugs Gíneu í fyrsta leik E-riðils í Afríkukepninni í Casablanca í Marokko í dag, en Búrkína Fasó átti ævintýralega endurkomu í uppbótartíma.
Á pappír er Búrkína Fasó með mun sterkara lið en Miðbaugs Gínea, en þar eru leikmenn á borð við Edmond Tapsoba sem spilar með Bayer Leverkusen, Dango Ouattara hjá Brentford og Bertrand Traore sem leikur með Sunderland.
Eðlilega var Búrkína Fasó betri aðilinn í leiknum og skapaði sér nokkur færi í fyrri hálfleiknum en náðu ekki að skora og staðan markalaus í hálfleik.
Í upphafi síðari hálfleiks sá Basilio Ndong, leikmaður Miðbaugs Gíneu, rauða spjaldið er hann steig á ökklann á Traore. Það leit út fyrir að vera óviljaverk, en engu að síður rautt spjald eftir skoðun VAR.
Þrátt fyrir það komust þeir yfir algerlega gegn gangi leiksins er Marvin Anieboh stangaði hornspyrnu Carlos Akapo í samskeytin og braust út mikill fögnuður.
Sá fögnuður entist ekki lengi því í uppbótartíma skoruðu Stóðhestarnir, sem er gælunafn yfir landslið Búrkína Fasó, tvö mörk.
Dango Ouattara fékk boltann inn á teignum og náði að koma boltanum á Georgi Minoungou áður en hann var tæklaður niður og var það Minoungou sem setti boltann í netið og þremur mínútum síðar, nánar tiltekið á áttundu mínútu uppbótartímans, gerði Tapsoba sigurmarkið með hörkuskalla eftir fyrirgjöf frá hægri.
Stórkostleg endurkoma hjá Búrkína Fasó sem kemur sér í efsta sæti riðilsins en svekkjandi fyrir Miðbaugs Gíneu sem var hársbreidd frá því að næla sér í stig.
Athugasemdir




