banner
   mán 06. febrúar 2023 21:40
Ívan Guðjón Baldursson
Pröpper tók skóna af hillunni og sleit krossband
Pröpper spilaði yfir 100 leiki fyrir Brighton.
Pröpper spilaði yfir 100 leiki fyrir Brighton.
Mynd: Twitter

Davy Pröpper, fyrrum miðjumaður Brighton og PSV Eindhoven, byrjaði aftur í fótbolta í janúar eftir að hafa lagt skóna á hilluna í fyrra, þegar hann var aðeins 30 ára.


Pröpper var í mikilvægu hlutverki hjá PSV Eindhoven en tíð meiðslavandræði skemmdu fyrir honum og því lagði hann skóna á hilluna. Hann sagðist heldur ekki finna lengur fyrir gleðinni sem fylgir því að spila fótbolta.

Það leið rétt rúmt ár þar til Propper ákvað að taka skóna af hillunni núna í janúarglugganum til að spila með Vitesse í hollenska boltanum.

Propper spilaði síðustu tvo leiki Vitesse sitthvoru megin við síðustu mánaðamót en sleit svo krossband á æfingu í gær og verður því fjarverandi út tímabilið. 

Gríðarlega svekkjandi fyrir þennan miðjumann sem lék 19 landsleiki fyrir Holland á árunum 2015 til 2019.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner