Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   þri 06. febrúar 2024 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór Ingvi: Vil spila í sterkari deild
Með landsliðinu í Bandaríkjunum í síðasta mánuði.
Með landsliðinu í Bandaríkjunum í síðasta mánuði.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Arnór Ingvi Traustason, leikmaður Norrköping, átti frábært tímabil í fyrra og stimplaði sig einnig vel inn í íslenska landsliðið á nýjan leik eftir nokkur ár í takmörkuðu hlutverki.

Arnór ræddi við sænska miðilinn NT um framtíðina en hann var á dögunum t.a.m. orðaður við belgíska félagið Kortrijk. Arnór er þrítugur og sneri aftur til Norrköping sumarið 2022 eftir sex ára fjarveru. Hann er samningsbundinn út tímabilið 2026.

„Það var einhver áhugi, en ekkert sem varð að einhverju konkret," sagði Arnór. „Það er aldrei konkret fyrr en einhver leggur fram tilboð."

Arnór er ekki feiminn að tala um það að hann sé opinn fyrir því að yfirgefa Norrköping fyrir stærra félag.

„Algjörlega. Þannig er ég. Ég er ekki feiminn að tala um það, ég verð að hugsa um mig líka. Ég á minn feril. Með fullri virðingu fyrir Norrköping, þá er ég hér að gefa allt sem ég á, en þetta er minn ferill og mitt líf og ef ég hugsa ekki um það þá gerir það enginn," sagði Arnór.

Arnór skoraði níu mörk og lagði upp tvö mörk á síðasta tímabili og var besti leikmaður sænska félagsins. Hann á að baki 54 A-landsleiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner