banner
   fös 06. mars 2020 13:12
Magnús Már Einarsson
Bein útsending - Hitapylsan fer upp á Laugardalsvelli
Icelandair
Frá Laugardalsvelli í vikunni.
Frá Laugardalsvelli í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Advania og KSÍ hafa komið upp vefmyndavél á Laugardalsvelli. Þar má fylgjast með því hvernig snæviþakinn völlurinn verður með afar frumlegum hætti gerður leikhæfur fyrir mikilvæga viðureign við Rúmeníu 26. mars.

Sérstök hitapylsa verður lögð á völlinn í dag til að halda hita á grasinu. Annar dúkur hefur verið á vellinum undanfarna daga en unnið hefur verið að því að taka snjóinn af þeim dúk í vikunni. Hitadúkurinn kemur svo í dag.

„Á næstu þremur vikum verður dúkurinn svo fjarlægður nokkrum sinnum svo hægt sé að valta, mála og mögulega slá grasið. Dúkurinn verður á vellinum allt fram til degi fyrir leik," segir á vef Advania.

„Bresku grassérfræðingarnir munu bókstaflega búa á Laugardalsvelli þar til leikurinn við Rúmeníu fer fram en komið hefur verið upp svefnaðstöðu fyrir þá undir stúkunni. Það er ljóst að verulega frumlegar leiðir verða farnar til að koma vellinum í gott horf enda þykir frekar fáheyrt í öðrum UEFA löndum að þjóðarleikvangar séu ekki með upphitaða grasvelli."

Hér að neðan má sjá beinu útsendinguna.


Athugasemdir
banner
banner