Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 06. mars 2021 21:20
Victor Pálsson
De Bruyne útskýrir af hverju hann yfirgaf Chelsea
Mynd: Getty Images
Kevin de Bruyne hefur útskýrt af hverju hann ákvað að yfirgefa Chelsea á sínum tíma en hann er í dag talinn einn besti miðjumaður heims.

De Bruyne ákvað að segja skilið við Chelsea árið 2014 og samdi þá við Wolfsburg. Þar lék Belginn í eitt ár og var svo keyptur til Manchester City.

De Bruyne hefur spilað fyrir Man City undanfarin sex ár en hann fékk afar fá tækifæri hjá Chelsea frá 2012 til 2014 og lék þrjá deildarleiki.

Chelsea sér væntanlega eftir því að hafa selt miðjumanninn í dag en hann þurfti að yfirgefa félagið að eigin sögn.

„Ég ákvað að fara því ég taldi litlar líkur á því að ég myndi fá að spila. Ég sá tækifærin ekki koma," sagði De Bruyne.

„Þetta var besta ákvörðunin fyrir mig, að fara frá Chelsea og finna mér stöðu þar sem ég gæti byrjað upp á nýtt."

„Bjóst ég við að þetta myndi enda svona? Augljóslega ekki en þetta var lágpunktur á míunum ferli - ég efaðist þó aldrei um knattspyrnuhæfileikana."

„Ég get ekki hugsað út í hvað gerist eftir átta ár, að ég spili fyrir City, á HM og allt það. Það var frábært."
Athugasemdir
banner
banner