Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 06. mars 2021 10:30
Aksentije Milisic
Segja að Fiorentina vilji fá Gattuso sem næsta þjálfara
Til Flórens?
Til Flórens?
Mynd: Getty Images
Radio Kiss Kiss á Ítalíu hefur heimildir fyrir því að ítalska Serie A liðið Fiorentina sé búið að setja sig í samband við umboðsmann Gennaro Gattuso, þjálfara Napoli.

Margt virðist stefna í það að Gattuso haldi ekki áfram með Napoli eftir þetta tímabil en útvarpsstöðin fullyrðir að hann verði áfram þjálfari í Serie A og Fiorentina gæti því verið næsti áfangastaður.

Cesare Prandelli, núverandi þjálfari Fiorentina, er með samning út tímabilið hjá félaginu og fastlega er búist við því að það verði ekki endursamið við hann. Fiorentina hefur verið í miklu brasi á þessu tímabili.

Þetta fornfræga félag er sem stendur í fjórtánda sæti deildarinnar með 25 stig eftir jafn marga leiki. Aðeins fimm stig er í fallsæti.

Gattuso og lærisveinar hans í Napoli eru í sjötta sæti og í mikillri baráttu um Meistaradeildarsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner