Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mán 06. apríl 2020 13:00
Elvar Geir Magnússon
Lingard vill ekki fara frá Man Utd
Arsenal hefur áhuga á því að fá Jesse Lingard frá Manchester United en Ole Gunnar Solskjær er sagður hafa misst trú á þessum 27 ára leikmanni.

Metro segir að Lingard vilji þó helst vera áfram á Old Trafford.

Hann á eitt ár eftir af samningi sínum við United en félagið á möguleika á því að framlengja honum um eitt ár.

Lingard hefur aðeins skorað tvö mörk í 35 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili og hefur litlu skilað.

Arsenal telur að hann geti styrkt þeirra lið, sérstaklega ef lánsmaðurinn Dani Ceballos snýr aftur til Real Madrid.

Everton, Roma og Atletico Madrid hafa einnig áhuga á leikmanninum.

Þrátt fyrir að Lingard hafi lítið getað þá er United með 30 milljóna punda verðmiða á honum.
Athugasemdir
banner
banner