Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   þri 06. apríl 2021 19:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lélegur leikþáttur Rodri og ömurleg dómgæsla
Staðan ætti að vera 1-1.
Staðan ætti að vera 1-1.
Mynd: Getty Images
Rúmenski dómarinn, Ovidiu Hategan, er mikið á milli tannana á fólki í kvöld en hann er að dæma leik Manchester City og Borussia Dortmund í átta-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Kevin de Bruyne kom City yfir en stuttu síðar dæmdi Hategan vítaspyrnu fyrir City þegar Rodri féll í teignum eins og hann hefði verið skotinn. Rodri hélt um höfuð sitt þótt Emre Can hefði ekki komið nálægt því.

Þetta var slakur leikþáttur hjá Rodri og þó það hefði verið lítil snerting á milli Can og Rodri, þá sneri Hategan við dómnum. Can snerti hné Rodri örlítið með fæti sínum.

Það sem er mikið verið að tala um núna er mark sem hinn 17 ára gamli Jude Bellingham skoraði fyrir Dortmund í fyrri hálfleiknum. Markið var dæmt af, dómarinn flautaði áður en Bellingham setti boltann í netið. Hann mat það sem svo að Bellingham hefði brotið á Ederson, markverði Man City.

Bellingham fór beint í boltann og Ederson sparkaði svo í enska miðjumanninn.

„Þetta mark ætti að standa að mínu mati," sagði Rikki G í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 og það er erfitt að vera ósammála því. Dómarinn gat hins vegar ekki skoðað það í VAR þar sem hann var búinn að flauta áður en Bellingham. Virkilega léleg dómgæsla að flauta strax og City-menn í raun heppnir að vera enn 1-0 yfir.

Jadon Sancho, leikmaður Dortmund, er heima í stofu að fylgjast með leiknum þar sem hann er meiddur. Hann er vægast sagt ekki sáttur með dómgæsluna.

Hægt er að sjá myndskeið af "broti" Bellingham hérna.


Athugasemdir
banner
banner
banner