Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 06. maí 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Kolbeinn Þórðarson (Lommel)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum Þór Willumsson.
Willum Þór Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyþór Árnason
Matthijs de Ligt.
Matthijs de Ligt.
Mynd: Getty Images
Ágúst Eðvald Hlynsson.
Ágúst Eðvald Hlynsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elías Rafn Ólafsson.
Elías Rafn Ólafsson.
Mynd: UEFA.com
Gunnleifur Vignir Gunnleifsson.
Gunnleifur Vignir Gunnleifsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Þór Viðarsson.
Davíð Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Þórðarson lék sína fyrstu leiki með Breiðabliki sumarið 2017. Hlutverk hans með Blikum stækkaði sumarið 2018 og hann var kominn í lykilhlutverk síðasta sumar.

Það var þá um mitt sumar sem Lommel kom kallandi úr næstefstu deild í Belgíu og krækti í Kolbein. Hjá Lommel hefur Kolbeinn spilað 23 deildarleiki og skorað eitt mark. Kolbeinn á að baki fjóra U21 árs landsleiki. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Kolbeinn Þórðarson

Gælunafn: Kolli, Kolbari og heyri stundum Kolveinn

Aldur: 20 ára

Hjúskaparstaða: Í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Fyrsti leikur í Íslandsmóti kom í 3-1 tapi fyrir KA á Kópavogsvelli 2017. Það er ekki mikið af skemmtilegum minningum úr þeim leik.

Uppáhalds drykkur: Lipton ice tea

Uppáhalds matsölustaður: Bombay Bazaar er bestur á landinu.

Hvernig bíl áttu: Svartan Seat leon.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Er mikill Netflix maður en Peaky blinders, Prison break og Love Island.

Uppáhalds tónlistarmaður: Herra Hnetusmjör og Luigi, þeir tveir saman í lagi er bomba.

Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi Jr

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðaber, hindber og lúxus dýfu.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “The elevator is broken again” frá nágrannanum.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Það eru alveg nokkur lið sem eru alls ekki spennandi en maður veit aldrei.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: De ligt í Juve, spilaði við hann í youth league. Lærin á honum voru unreal stór.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Ég hef verið mjög heppinn með þjálfara og margir sem hafa gert rosalega mikið fyrir mig, Hallur Ásgeirs, Úlli Hinriks, Addi Grétars, Gústi Gylfa, Addi Viðars, Stebbi Gísla og Peter Maes meðal annars.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Willum Þór Willumsson er óþolandi í spili á æfingum og 5v5 á battavelli.

Sætasti sigurinn: Það er sigur í undanúrslitum N1 mótsins 2012 þegar ég var í HK og við unnum stjörnuprýtt lið Breiðabliks í vító. Við fórum síðan og lyftum titlinum. Brynjólfur Andersen og Ágúst Hlynsson klikkuðu báðir á víti, það var ekki leiðinleg stund. Ég er duglegur að minna þá á þennan leik.

Mestu vonbrigðin: Tap í bikarúrslitum með Blikum á móti Stjörnunni 2018

Uppáhalds lið í enska: Manchester United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ég myndi taka Ágúst Hlyns.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Efnilegustu mennirnir eru Andri Lucas og Kristian Hlynsson, efnilegasta konan er Sóley María Steinarsdóttir

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Eysteinn Þorri leikmaður Fjölnis er rosalega sætur.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Glódís Perla

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Leo Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Elías Rafn Ólafsson eða Gýgsi eins og hann er kallaður.

Uppáhalds staður á Íslandi: Heima í hjallahverfinu.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ég var að spila við FH í Fífunni í Lengjubikarnum þegar ég ákveð að fara og reyna æsa eitthvað í Davíð Viðars. Hann sneri sér við og sagði “þarft þú ekki að vinna einhverja titla áður en þú ferð að segja eitthvað við mig” það var KO ég sagði ekki mikið við hann eftir það.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Stilli vekjaraklukku og legg símann frá mér.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já ég fylgist með handbolta, körfubolta og pílunni þegar hún er.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas X

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Var bara frekar góður í flestu í skólanum.

Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég var á reynslu hjá Southampton á Englandi þá var ég að reyna komast inn í matsalinn, þar var hurð sem opnast í báðar áttir. Ég reyni að opna hurðina en hún er eitthvað treg þannig að ég hamra á hurðina af öllum þunga en ekkert gerist, síðan kemur hausinn á Van Dijk út um dyrnar og hann heldur um hausinn á sér, þá hafði ég bombað hurðinni á hausinn á honum.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ágúst Hlynsson því að hann er með endalaust af hvort myndiru frekar spurningum til að drepa tímann. Davíð Ingvars vegna þess að hann myndi svo mikið vilja komast burt að hann myndi finna leið heim. Eysteinn Björgvinsson vegna þess að hann heldur jafnvægi í bullinu í honum Ágústi.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Hnerra alltaf ef ég borða dökkt súkkulaði

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Gunnleifur Gunnleifsson, ekki bara frábær leikmaður, hann hjálpaði mér mikið og hann er virkilega góður maður. Hann gefur mikið af sér til ungra leikmanna í Breiðablik.

Hverju laugstu síðast: Laug að kærustunni minni í kringum afmælið hennar til að koma í veg fyrir að hún fyndi út hvað ég væri að fara gefa henni í gjöf.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: upphitun getur verið mjög leiðinleg.

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Ég vakna og fæ mér hafragraut. Tek síðan fyrri æfingu dagsins sem er annað hvort hlaup eða skot og sendingar. Síðan kem ég heim og fæ mér aftur að borða og tek styrktaræfingu á svölunum, eftir það er það bara slökun, finna sér eitthvað að gera, spila, horfa á sjónvarpið eða spila fortnite.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner