De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
banner
   þri 06. júní 2023 15:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ásakar Antony um heimilisofbeldi og hótanir
Antony.
Antony.
Mynd: Getty Images
Gabriella Cavallin, fyrrum kærasta brasilíska fótboltamannsins Antony, hefur stigið fram og sakað hann um heimilisofbeldi, hótanir og líkamsmeiðingar.

Frá þessu er greint í nokkrum fjölmiðlum í Brasilíu, þar á meðal Globo Esporte en þar segir að Cavallin hafi fyllt út lögregluskýrslu í gær.

Hún segir að atburðirnir hafi átt sér stað í síðasta mánuði, nánar tiltekið þann 20. maí sem er sami dagur og þegar Manchester United spilaði gegn Bournemouth.

Í fréttum um málið kemur fram að Cavallin hafi verið með myndir af sárum sínum og skjáskot af hótunum frá fótboltamanninum.

Hvorki Antony né teymi hans hafa svarað spurningum fjölmiðla um málið.

Antony, sem er 23 ára gamall, var keyptur til Man Utd frá Ajax í Hollandi fyrir 100 milljónir evra síðasta sumar. Hann skoraði átta mörk í 44 keppnisleikjum á tímabilinu sem var að klárast.


Athugasemdir
banner
banner
banner