Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
   þri 06. júní 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kolo Muani dreymir um enska boltann
Kolo Muani er sóknarmaður að upplagi en getur einnig spilað á báðum köntum.
Kolo Muani er sóknarmaður að upplagi en getur einnig spilað á báðum köntum.
Mynd: EPA

Franski sóknarmaðurinn Randal Kolo Muani er gríðarlega eftirsóttur eftir frábært tímabil í þýska boltanum.


Kolo Muani er 24 ára gamall sóknarmaður sem skoraði 23 mörk í 45 leikjum á sínu fyrsta tímabili hjá Eintracht Frankfurt og er samningsbundinn félaginu til 2027.

Hann hefur verið orðaður við stórlið víðsvegar úr Evrópu á undanförnum vikum og þá sérstaklega PSG í Frakklandi, Bayern í Þýskalandi og Manchester United á Englandi.

„Það er alltaf gaman að heyra að stórlið eins og PSG eru áhugasöm. Ég er ekki að leita mér að fullkomnu félagsliði eða besta félagi heims. Ég vil spila fyrir skemmtilegt lið sem gefur mér tíma, pláss og tækifæri til að vaxa og dafna," segir Kolo Muani.

„Hvern dreymir samt ekki um að spila fyrir félag í ensku úrvalsdeildinni? Það er ein af allra besta deildum í heimi, það er æskudraumur að spila þar."


Athugasemdir
banner
banner