Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   þri 06. júní 2023 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lockyer ræðir atburðinn óhugnalega: Ætti ekki að gerast aftur
Lockyer fagnaði sæti Luton í ensku úrvalsdeildinni á sjúkrahúsinu.
Lockyer fagnaði sæti Luton í ensku úrvalsdeildinni á sjúkrahúsinu.
Mynd: Twitter/Steve Lockyer
Tom Lockyer, fyrirliði Luton, segir í samtali við Sky Sports að hann sé búinn að fá leyfi til þess að halda áfram að spila fótbolta. Verður hann því með liðinu í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Lockyer hneig niður í leik liðsins við Coventry City í úrslitaleiknum um sæti í ensku úrvalsdeildinni á Wembley. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann fylgdist með liðinu vinna leikinn í vítaspyrnukeppni.

„Mér líður vel núna og ég get haldið áfram," segir Lockyer í samtali við Sky Sports.

„Ég var frekar heppinn. Það var strax vitað hvað gerðist og það var ekki lífshættulegt. Þetta var óreglulegur hjartsláttur þannig að hjartað mitt var ekki að bregðast rétt við í þeirri aðstöðu sem ég var í. Ég fór í aðgerð til að laga það í lok síðasta mánaðar og þetta ætti ekki að gerast aftur."

Hann viðurkennir að hafa hugsað um það hvort fótboltaferlinum væri lokið en hann er þakklátur fyrir það að svo sé ekki. Hann þakkar læknunum og kveðst spenntur fyrir því að spila í efstu deild á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner