Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 06. júní 2023 14:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nýtti allskonar tengingar áður en hann valdi sinn fyrsta hóp
Icelandair
Hareide á fundinum þegar hópurinn var tilkynntur í dag.
Hareide á fundinum þegar hópurinn var tilkynntur í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lasse Schöne.
Lasse Schöne.
Mynd: Getty Images
Age Hareide tilkynnti sinn fyrsta A-landsliðshóp hjá íslenska landsliðinu í dag.

Það var áhugavert á fundinum að Hareide nefndi það að hann hefði verið í sambandi við aðila út í heimi í tengslum við hópinn.

Hareide er með gott tengslanet eftir að hafa þjálfað víða á Norðurlöndum, þar á meðal bæði norska- og danska landsliðið.

Hann sagði frá því á fundinum að hann hefði rætt við Leo Ostigard, varnarmann Napoli, um Albert Guðmundsson en þeir spiluðu saman hjá Genoa.

Sjá einnig:
Albert mættur eftir árs fjarveru - Hareide ræddi við landa sinn um hann

Þá ræddi hann við landa sinn, Per-Mathias Hogmo, um Valgeir Lunddal en Hogmo þjálfar Valgeir hjá Häcken.

Þá ræddi við Hareide við Lasse Schöne, sem á að baki 51 A-landsleik fyrir Danmörku, um Andra Fannar Baldursson. Schöne, sem er fyrrum leikmaður Ajax, er liðsfélagi Andra hjá NEC í Hollandi. Hareide sagði að Schöne hefði hrósað Andra í hástert þrátt fyrir að miðjumaðurinn ungi hafi oft verið á bekknum hjá NEC á tímabilinu.

Þá sagði Hareide einnig: „Ég hef fengið skýrslur frá manni sem skoðar sænskan, danskan og norskan fótbolta fyrir mig."

Það er ljóst að hann er með ansi gott tengslanet og það ætti að hjálpa honum að vita meira um íslensku leikmennina og stöðuna á þeim hverju sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner