Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 06. júní 2023 23:31
Ívan Guðjón Baldursson
Paolo Maldini rekinn frá Milan (Staðfest)
Mynd: Getty Images

Paolo Maldini er ekki lengur í starfi sem stjórnandi hjá AC Milan eftir ágreining við Gerry Cardinale, eiganda félagsins.


Maldini var rekinn úr stöðunni sinni á sama tíma og kollegi hans Ricky Massara. Maldini og Massara sáu um stóran hluta af daglegum rekstri félagsins en Cardinale er ósammála framtíðarsýn þeirra fyrir félagið og mun ráða nýja menn í staðinn.

Maldini er ein stærsta goðsögn í sögu Milan og er gríðarlega vinsæll meðal stuðningsmanna félagsins, sem hafa ekki tekið vel í þessar fregnir.

Hann hefur staðið sig frábærlega í starfi sínu sem stjórnandi og hjálpaði Milan að vinna langþráðan Ítalíumeistaratitil í fyrra auk þess að liðið komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar í ár.

Maldini lagði fótboltaskóna á hilluna 2009 og sneri aftur til Milan í stjórnendastöðu þegar Elliott vogunarsjóðurinn keypti félagið sumarið 2018.

Sjá einnig:
Paolo Maldini yfirgefur Milan eftir rifrildi við eigandann


Athugasemdir
banner
banner