Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 06. júlí 2019 16:34
Ívan Guðjón Baldursson
Albert spilaði með Gullit og skoraði tvennu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er búið að vera mikið um æfingaleiki í dag og var Albert Guðmundsson á skotskónum er AZ Alkmaar lagði Club Brugge að velli með fimm mörkum gegn tveimur.

Albert var í byrjunarliðinu og skoraði fyrsta mark leiksins á 5. mínútu og þriðja markið á 60. mínútu. Á varamannabekknum var að finna Maxim Gullit sem kom inn og spilaði sinn annan leik fyrir aðallið AZ.

Hann er sonur Ruud Gullit og frændi Johan Cruijff. Það er því stutt í hæfileikana en pilturinn átti 18 ára afmæli í maí.

Maxim leikur sem miðvörður en faðir hans og frændi voru talsvert framar á vellinum og eru enn þekktir í dag fyrir gæði sín í sókn.

AZ Alkmaar 5 - 2 Club Brugge
1-0 Albert Guðmundsson ('5)
2-0 C. Stengs ('12)
3-0 Albert Guðmundsson ('60)
4-0 B: Johnsen ('64)
5-0 F. Druijf ('69)
5-1 E. Sobol ('75)
5-2 J. Vossen ('85)

Hjörtur Hermannsson var í byrjunarliði Bröndby sem tapaði 2-1 fyrir Union Berlin, nýliðum í efstu deild í Þýskalandi. Á svipuðum tíma var Sverrir Ingi Ingason á bekknum í 0-3 sigri PAOK gegn Nrodsjælland.

Þetta gæti orðið afar mikilvægt ár fyrir Sverri ef honum tekst að vinna sig inn í byrjunarliðið hjá Grikklandsmeisturunum. Hjörtur var mikið í kringum byrjunarlið Bröndby í vor og vann sér inn landsliðssæti.

Þá var Ari Freyr Skúlason í byrjunarliði Oostende sem tapaði 2-1 fyrir Willem II.

Union Berlin 2 - 1 Bröndby
1-0 S. Polter ('63)
1-1 P. Arajuuri ('82)
2-1 J. Mees ('90)

Willem II 2 - 1 Oostende
1-0 V. Pavlidis ('38)
1-1 A. Palaversa ('40)
2-1 M. Vrousai ('78)

Nordsjælland 0 - 3 PAOK
0-1 Chuba Akpom ('7)
0-2 A. Gaitanidis ('65)
0-3 L. Jaba ('72)

Athugasemdir
banner