Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 06. júlí 2019 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Yngsti úrvalsdeildarleikmaður sögunnar orðaður við Liverpool
Mynd: Getty Images
Hinn efnilegi Harvey Elliot gæti verið á förum frá Fulham og hafa félög eins og Liverpool, Barcelona, Real Madrid og RB Leipzig áhuga á honum. Þetta segir Sky Sports.

Elliott, fæddur 2003, komst í sögubækurnar þegar hann kom inn af bekknum í 1-0 tapi Fulham gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í maí. Hann varð þar með yngsti leikmaður í sögu deildarinnar, aðeins 16 ára og 30 daga gamall.

Hann er ekki búinn að skrifa undir samning og Fulham óttast að missa hann.

„Harvey hefur allan ferilinn spilað með krökkum á sínum aldri og núna er hann í fyrsta sinn að spila gegn mönnum. Breytingin er oft erfið fyrir unga leikmenn, en hjá honum tekur þú ekki eftir því. Það er örugglega merki um einhvern sem er frábær leikmaður eða getur orðið frábær leikmaður," sagði Scott Parker, stjóri Fulham, um Elliot.

Fulham leikur í Championship-deildinni á næsta tímabili eftir að hafa fallið úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner