Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 06. júlí 2020 12:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Teitur lánaður í dönsku C-deildina (Staðfest)
Teitur mun spila meistaraflokksfótbolta á komandi leiktíð.
Teitur mun spila meistaraflokksfótbolta á komandi leiktíð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Teitur Magnússon sem varð í gær meistari með U19 ára liði OB mun leika í dönsku C-deildinni að láni á næstu leiktíð.

Teitur sem er uppalinn FH-ingur gekk í raðir OB fyrir um ári síðan og verður á næstu leiktíð leikmaður Middelfart.

Middelfart varð í 3. sæti C-deildarinnar á eftir Helsingor, sem fór upp, og Aarhus Fremad, liðinu sem Elías Rafn Ólafsson varði markið hjá.

Teitur varð nítján ára í síðasta mánuði og leikur hann iðulega sem miðvörður. Hann er hluti af U19 ára landsliði Íslands.

Sjá einnig:
Teitur Danmerkurmeistari með U19 liði OB
Teitur: Systur mínar vissar um að Miley var að reyna við mig


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner