Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 06. júlí 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Viktor ekki rangstæður í þriðja marki ÍA
Skagamenn fagna marki á föstudaginn.
Skagamenn fagna marki á föstudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stöð 2 Sport birti í dag klippu frá spiideo úr leik Vals og ÍA á föstudagskvöld.

ÍA vann leikinn 4-1 en Valsmenn vildu fá rangstöðu á Viktor Jónsson í aðdraganda þriðja marksins.

Viktor komst þá upp hægra megin og renndi boltanum fyrir á Bjarka Stein Bjarkason sem skoraði.

Í myndbandinu hér að neðan sést að ekki er um rangstöðu að ræða eins og Valsmenn vildu meina og því hárréttur dómur hjá Jóhanni Gunnari Guðmundssyni aðstoðardómara.



Athugasemdir
banner