Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
Hilmar the Glacier formaður Tólfunnar: Ég ætla að vona að Arnar sé ekki að fara sýna mér annað
Byrjunarlið Íslands - Elías í markinu og Albert á vinstri kanti
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Guðni um tapið: Sárt og svekkjandi
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
Jói Bjarna: Ég tek seinna markið á mig
Emma Fanndal: Vorum mjög tilbúnar í þennan leik og það sást vel á vellinum
Stýrði Grindavík/Njarðvík upp í Bestu deild - „Þetta verður ömurlegt viðtal, sorry ég biðst afsökunar fyrirfram"
Ólafur Ingi eftir tap gegn Færeyjum: Áfall fyrir okkur að byrja svona
Bjarki Steinn: Við verðum að horfa á það þannig
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
   þri 06. júlí 2021 21:43
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Kristján Guðmunds: Óheppni? Já, bæði og
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan og Tindastóll mættust á Samsungvellinum í kvöld í Pepsi-Max deild kvenna og endaði leikurinn með 0-1 sigri Tindastóls. María Dögg Jóhannesdóttir skoraði eina mark leiksins en þá var markmaður Tindastóls, Amber Kristin Michel valin maður leiksins. Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar sagði sitt lið hafa gert nóg til að vinna leikinn.

„Við gerðum alveg nóg til að vinna þennan leik en það er svona byrjunin sem að olli mér vonbrigðum. Við vorum ekki tilbúin í baráttuna."

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  1 Tindastóll

„Mér fannst liðið byrja leikinn illa, þar er að segja að við vorum ekki tilbúnar í að berjast um boltann í návígjunum. Það tók okkur langan tíma að komast í þann gír. Óheppni? Já, bæði og nema við nýtum ekki færin og við fáum alveg nóg af þeim til að jafna og vinna en það tókst bara ekki. Og svo talar maður um að það sé klárt víti en það er í hverjum einasta leik svo það þýðir ekkert að tala um það." segir Kristján og vitnar þá í brot Maríu Daggar á Betsy Hassett í fyrri hálfleik leiksins.

Þrátt fyrir tapið eru Stjarnan ennþá í efstu sætum deildarinnar og er Kristján spurður hvort augun séu enn sett á toppbaráttuna.

„Við höfum talað um efri helminginn að við viljum vera þar. Svekkjandi að taka ekki þrjú stig núna og væri að eiga alvöru toppslag við Val í næstu umferð þannig að við verðum bara að vera eins og þú segir þarna uppi og spila við Val sem er sterkasta liðið þessar vikurnar.

Viðtalið í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner