Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 06. júlí 2022 08:20
Brynjar Ingi Erluson
Hugur Pochettino leitar til Englands - Tottenham að fá annan varnarmann?
Powerade
Mauricio Pochettino vill snúa aftur í úrvalsdeildina
Mauricio Pochettino vill snúa aftur í úrvalsdeildina
Mynd: EPA
Matthijs de Ligt getur valið á milli Chelsea og Bayern
Matthijs de Ligt getur valið á milli Chelsea og Bayern
Mynd: EPA
Pau Torres á leið til Tottenham?
Pau Torres á leið til Tottenham?
Mynd: EPA
Þá er komið að slúðurpakkanum á þessum fína miðvikudegi en Chelsea vonast meðal annars til þess að ganga frá kaupum á varnarmanni í vikunni.

Juventus hefur náð samkomulagi við franska miðjumanninn Paul Pogba (29) en hann mun skrifa undir fjögurra ára samning við félagið á næstu dögum. (Sky Sports)

Chelsea vonast til þess að bæta við varnarmanni í þessari viku en félagið hefur verið í viðræðum við Matthijs de Ligt (22), leikmann Juventus og Nathan Aké (27), leikmann Manchester City. (Standard)

Chelsea þarf þó að stíga upp í viðræðunum við De Ligt. Bayern München er sagt hafa náð munnlegu samkomulagi við leikmanninn. (Sport1)

Tottenham hefur áhuga á Pau Torres (25), varnarmanni Villarreal, þrátt fyrir að félagið sé að ganga frá lánssamningi við franska varnarmanninn Clement Lenglet (27) frá Barcelona. (Mirror)

Fulham er nálægt því að ganga frá félagaskiptum ísraelska landsliðsmannsins Manor Solomon (22) frá Shakhtar Donetsk, en hann kemur á láni út tímabilið. (Athletic)

Newcastle United ætlar ekki að ganga að kaupverði franska vængmannsins Moussa Diaby (22) en Bayer Leverkusen fer fram á 60 milljónir punda. (Telegraph)

Callum Hudson-Odoi (21), leikmaður Chelsea, og Anthony Gordon (21), leikmaður Everton, eru einnig eftirsóttir af Newcastle (90min)

Brenford mun ganga frá kaupum á skoska vinstri bakverðinum Aaron Hickey (20) í þessari viku en hann kemur frá ítalska félaginu Bologna. (Guardian)

Nýliðar Nottingham Forest hafa átt í viðræðum við Omar Richards (24), vinstri bakvörð Bayern München, en hann er verðmetinn á 8,5 milljónir punda. (Telegraph)

Southampton er í viðræðum við Rangers um kaup á nígeríska miðjumanninum Joe Aribo (25). Hann mun kosta félagið 10 milljónir punda. (Athletic)

Leicester City er í viðræðum við Feyenoord um kaup á tyrkneska miðjumanninum Orkun Kokcu (21). (Daily Mail)

Everton hefur spurst fyrir um Armando Broja (20), framherja Chelsea, en félagið vill fá hann í stað Richarlison, sem gekk í raðir Tottenham á dögunum. (Telegraph)

Mauricio Pochettino, fyrrum stjóri Tottenham, vill komast aftur í ensku úrvalsdeildina eftir að hann var látinn fara frá Paris Saint-Germain. (Sun)

Bournemouth vill fá enska varnarmanninn Nat Phillips (25) aftur frá Liverpool á láni. (Football Insider)

Ítalski miðjumaðurinn Jorginho (30) verður samningslaus á næsta ári en umboðsmaður leikmannsins segir að hann ætli sér að ræða við Chelsea um nýjan samning í september. (Goal)
Athugasemdir
banner
banner
banner