Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 06. júlí 2022 21:45
Ívan Guðjón Baldursson
Wilshere farinn eftir fimm mánuði hjá Aarhus (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Enski miðjumaðurinn Jack Wilshere er orðinn samningslaus eftir að hafa gengið í raðir Aarhus í vetur.


Wilshere var hjá Aarhus í fimm mánuði og spilaði fjórtán leiki fyrir félagið í efstu deild danska boltans þar sem hann kom þó yfirleitt inn af bekknum.

Meiðslapésinn Wilshere skoraði ekki og átti aðeins eina stoðsendingu á tíma sínum í Árósum en það sem meira er þá vann liðið ekki einn einasta leik með Englendinginn innanborðs. Allir fjórtán leikirnir sem Wilshere tók þátt í enduðu annað hvort með jafntefli eða tapi.

„Dvöl minni hjá AGF er lokið. Ég vil þakka öllum innan félagsins fyrir stuðninginn, sérstaklega stuðningsmönnum sem héldu áfram að hvetja okkur áfram þrátt fyrir slakt gengi," skrifaði Wilshere á Instagram.

„Ég vil þakka ykkur fyrir að bjóða mig velkominn í félagið ykkar og heimaborgina og óska ykkur alls hins besta í framtíðinni. Ég er sjálfur að skoða mig um áður en ég tek ákvörðun varðandi næsta skref."

Wilshere er þrítugur miðjumaður sem gerði garðinn frægan hjá Arsenal en hefur einnig leikið fyrir West Ham United, Bolton og Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni.

Enginn veit hvert Wilshere ákveður að halda næst en það er líklegt að hans tími sé liðinn í ensku úrvalsdeildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner