Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   fim 06. ágúst 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Arda Turan til Galatasaray (Staðfest)
Arda Turan ásamt stjórnarmönnum Galatasaray
Arda Turan ásamt stjórnarmönnum Galatasaray
Mynd: Galatasaray
Tyrkneska félagið Galatasasray staðfesti í gær komu Arda Turan til félagsins en hann kemur á frjálsri sölu.

Níu ár eru frá því að Turan spilaði síðast með Galatasaray en hann ólst upp hjá félaginu og lék með liðinu til ársins 2011.

Atlético Madríd keypti hann frá Galatasaray og stóð hann sig afar vel með liðinu. Hann varð spænskur meistari með Atlético árið 2014 en einnig vann hann spænska bikarinn og Evrópudeildina.

Góður árangur hjá Atlético varð til þess að Barcelona keypti hann árið 2015 og gerði fimm ára samning við hann. Turan fann sig aldrei hjá Börsungum en hann hefur verið á láni hjá Istanbul Basaksehir frá 2018.

Samningur hans við Barcelona rann út á dögunum og ákvað þessi 33 ára gamli sóknartengiliður að ganga aftur í uppeldisfélagið.

Galatasaray er eitt stærsta knattspyrnufélagið í Tyrklandi en liðið vann deildin 2018 og 2019 en hafnaði í 6. sæti á leiktíðinni sem var að ljúka.
Athugasemdir
banner