Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 06. ágúst 2022 09:30
Brynjar Ingi Erluson
„Ekki verið svona spenntur fyrir ungum leikmanni síðan Ronaldo var"
Alejandro Garnacho var magnaður með unglingaliði United á síðustu leiktíð
Alejandro Garnacho var magnaður með unglingaliði United á síðustu leiktíð
Mynd: Getty Images
Hallgrímur Mar og Hrannar Björn eru grjótharðir stuðningsmenn Manchester United
Hallgrímur Mar og Hrannar Björn eru grjótharðir stuðningsmenn Manchester United
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Argentínski sóknarmaðurinn Alejandro Garnacho gæti verið nýjasta stjarna ensku úrvalsdeildarinnar en bræðurnir, Hallgímur Mar og Hannar Björn Steingrímssynir, ræddu hann stuttlega í hlaðvarpsþættinum Enski boltinn í gær.

Garnacho er 18 ára gamall og kom til United frá Atlético Madríd fyrir tveimur árum.

Hann vann FA-bikarinn með unglingaliði United á síðustu leiktíð og kom við sögu í tveimur leikjum í úrvalsdeildinni með enska félaginu en hann gæti fengið fleiri sénsa á þessu tímabili.

Hallgrímur og Hrannar eru gríðarlega spenntir fyrir honum og vonast til að hann verði í byrjunarliðinu gegn Brighton á sunnudag.

„Ég væri til að sjá Garnacho vinstra megin og Sancho hægra megin því ég held að hann sé ekkert síðri en Elanga," sagði Hallgrímur.

„Hann er með töluverða tækni og eldfljótur. Maður sá á Elanga í fyrra að hann er ekkert bilað teknískur þó hann sé með klikkaðan hraða en hann er hrár,"

„Hann er 'direct' og hleypur endalaust en það sem ég er búinn að sjá af Garnacho á þessu undirbúningstímabili án þess að fara framúr mér þá líst mér hrikalega vel á hann. Næstu árin gæti hann orðið geggjaður leikmaður ef hann hagar sér eins og maður," bætti Hrannar við.

„Ég held að ég hafi ekki verið svona spenntur fyrir svona ungum leikmanni í Manchester síðan Ronaldo var. Mér finnst hann 'actually' vera það mikið talent. Ég er samt ekki að líkja honum við Ronaldo." sagði Hallgrímur.

„Ég veit að þetta er bara æfingaleikur á móti Rayo Vallecano en hann er stútfullur af sjálfstrausti. Það skemmir ekki fyrir að hann er Argentínumaður og kallar Ronaldo geitina í nánast hverjum einasta 'post' á Instagram. Manni líkar ekkert verr við hann útaf því."

„Mér finnst ótrúlegt ef hann fær ekki helling af sénsum í vetur,"
sagði Hrannar í lokin.
Enski boltinn - Bergmann bræður rýna í Man Utd
Athugasemdir
banner
banner
banner