Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   þri 06. ágúst 2024 18:24
Kjartan Leifur Sigurðsson
Byrjunarlið Fram og Stjörnunnar: Djenairo í fyrsta sinn í byrjunarliði
Nýjasti leikmaður Fram
Nýjasti leikmaður Fram
Mynd: Leixoes
Klukkan 19:15 fer fram leikur Fram og Stjörnunnar í 17. umferð Bestu deildar karla. Leikurinn fer fram á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal, liðin eru jöfn að stigum í 6. og 7. sæti deildarinnar.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  1 Stjarnan

Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, gerir sjö breytingar frá tapinu gegn Paide. Heiðar Ægisson, Daníel Laxdal, Adolf Daði Birgisson, Daníel Finns Matthíasson, Sigurður Gunnar Jónsson, Árni Freyr Ólafsson og Haukur Örn Brink koma inn fyrir SIndra Þór Ingimarsson, Örvar Eggertsson, Hilmar Árna Halldórsson, Þórarinn Inga Valdimarsson, Kjartan Má Kjartansson ogHelga Fróða Ingason.

Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, gerir tvær breytingar á liðinu sínu frá því að liðið gerði jafntefli við Fylki. Guðmundur Magnússon og Djenairo Daniels koma inn fyrir Alex Freyr Elísson og Magnús Þórðarson, þetta er fyrsti byrjunarliðsleikur Djenairo.
Byrjunarlið Fram:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson
5. Kyle McLagan
6. Tryggvi Snær Geirsson
7. Guðmundur Magnússon (f)
8. Haraldur Einar Ásgrímsson
9. Kennie Chopart
10. Fred Saraiva
14. Djenairo Daniels
23. Már Ægisson
28. Tiago Fernandes

Byrjunarlið Stjarnan:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
2. Heiðar Ægisson
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
9. Daníel Laxdal
11. Adolf Daði Birgisson
19. Daníel Finns Matthíasson
22. Emil Atlason
24. Sigurður Gunnar Jónsson
32. Örvar Logi Örvarsson
37. Haukur Örn Brink
80. Róbert Frosti Þorkelsson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner