Udinese hefur boðið Alexis Sanchez samning en þessi 35 ára gamli leikmaður er samningslaus eftir að hafa yfirgefið Inter í sumar.
Sanchez er frá Síle en hann kom fyrst í Evrópuboltann árið 2006 þegar hann skrifaði undir hjá Udinese.
Síðan þá hefur hann leikið með Barcelona, Arsenal, Man Utd, Inter og Marseille.
Hann gæti nú verið aftur á leið til Udinese en liðið hafnaði í 15. sæti í Serie A á síðustu leiktíð, aðeins tveimur stigum frá fallsæti.
Athugasemdir