Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 06. september 2019 11:00
Magnús Már Einarsson
Hamren vill ekki gefa upp hvort Kolbeinn spili báða leikina
Ánægður með formið hjá Birki og Emil
Icelandair
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska landsliðsins, er kominn á fulla ferð á nýjan leik eftir mikla þrautagöngu vegna meiðsla. Kolbeinn hefur spilað ellefu leiki með AIK í sænsku úrvalsdeildinni en þegar tveir leikir hafa verið með stuttu millibili hefur hann vanalega ekki byrjað þá báða.

Ísland mætir Moldavíu á morgun og Albaníu á þriðjudag en Erik Hamren landsliðsþjálfari vill ekki gefa upp hvort Kolbeinn geti byrjað báða leikina.

„Ég get ekki svarað því. Í flestum leikjum í Svíþjóð hefur þetta verið svona en hann hefur líka byrjað tvo leiki í röð Við sjáum til eftir þessa tvo leiki hvernig þetta verður," sagði Hamren á fréttamannafundi í dag.

Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson eru báðir án félags í augnablikinu en Hamren segir að það trufli þá ekki í þessum landsleikjaglugga. Báðir voru þeir í byrjunarliði í síðasta landsleik gegn Tyrkjum í júní.

„Þeir eru í betra formi núna en í júní. Þeir hafa litið vel út á æfingum. Þeir spiluðu í júní og það er ekkert vandamál. Þetta verður vandamál í framtíðinni ef þeir finna ekki lið og byrja að spila en í þessu verkefni er þetta ekki vandamál," sagði Hamren.

Smelltu hér til að kaupa miða á leikinn við Moldavíu
Smelltu hér til að kaupa haustmiða á alla leikina
Athugasemdir
banner
banner
banner