Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 06. september 2019 11:30
Magnús Már Einarsson
Minnast Atla Eðvalds fyrir landsleikinn
Ísland-Moldavía á morgun klukkan 16:00
Icelandair
Atli Eðvaldsson.
Atli Eðvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atla Eðvaldssonar verður minnst á Laugardalsvelli fyrir leik Íslands og Moldavíu klukkan 16:00 á morgun.

Atli lést í vikunni 62 ára að aldri eftir hetjulega baráttu við krabbamein en hann er bæði fyrrum landsliðsmaður landsliðsþjálfari.

Íslenska kvennalandsliðið spilaði með sorgarbönd gegn Slóvakíu síðastliðið mánudagskvöld til minningar um Atla en hans verður einnig minnst fyrir leik Íslands og Moldavíu á morgun.

Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, tók til máls á fréttamannafundi í dag og óskaði eftir því að áhorfendur mæti snemma á völinn á morgun og verði mættir í sæti sín þegar Atla verður minnst.

Þar á undan mun Ingó Veðurguð taka tvö lög í stúkunni en hann mun meðal annars taka „Ég er kominn heim" ásamt áhorfendum.

Ennþá eru um 1600 miðar eftir á landsleikinn á morgun en miðasala er í fullum gangi.

Smelltu hér til að kaupa miða á leikinn við Moldavíu
Athugasemdir
banner
banner
banner