PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   fös 06. september 2024 20:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Einkunnir Íslands: Frábær samvinna á miðjunni
Icelandair
Orri Steinn kom Íslandi á bragðið með frábærum skalla.
Orri Steinn kom Íslandi á bragðið með frábærum skalla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Berg var mjög góður.
Jóhann Berg var mjög góður.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Stefán Teitur kom vel inn í liðið.
Stefán Teitur kom vel inn í liðið.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland vann mjög sannfærandi sigur gegn Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni. Er þetta fyrsti sigurinn sem Ísland vinnur í Þjóðadeild karla.

Hér fyrir neðan má sjá einkunnir Fótbolta.net úr leiknum.

Hákon Rafn Valdimarsson - 7
Hafði ótrúlega lítið að gera en var öruggur þegar liðið þurfti á honum að halda. Kom einu sinni fast skot á hann sem hann gerði vel í að halda og varði vel í seinni hálfleik.

Alfons Sampsted - 6
Ekkert vesen á Alfons í þessum leik, leysti sitt bara fagmannlega. Ekki mikið að gera hjá varnarlínu Íslands.

Hjörtur Hermannsson - 7
Kom inn í liðið eftir að hafa lítið sem ekkert spilað með félagsliði sínu, en leysti sitt vel. Það er eins og hann spili alltaf bara vel þegar hann er settur í miðvörðinn í landsliðinu.

Daníel Leó Grétarsson - 6
Lenti einu sinni í vandræðum í fyrri hálfleiknum eftir langa spyrnu fram hjá Svartfjallalandi, en var annars flottur.

Logi Tómasson - 6
Einhverjir héldu að hann væri búinn, en Logi komst bara nokkuð vel frá sínum fyrsta keppnisleik með landsliðinu.

Mikael Neville Anderson - 7
Ótrúlega duglegur á hægri kantinum og lagði mikið á sig fyrir liðið. Gæti verið betri inn á miðsvæðinu en það verður ekki tekið af honum að hann gefur allt fyrir íslenska liðið.

Stefán Teitur Þórðarson - 8
Kom inn á miðsvæðið í þessum leik og var mjög góður frá fyrstu mínútu. Sýndi mikið sjálfstraust og var öruggur á boltanum. Sinnti góðri varnarvinnu líka og löngu innköstin eru gott vopn að hafa.

Jóhann Berg Guðmundsson - 8 (maður leiksins)
Honum leið vel að hafa Stefán Teit við hliðina á sér á miðsvæðinu. Jóhann Berg lagði upp fyrra markið á Orra með góðri hornspyrnu og var virkilega góður í spilinu. Mjög góður leikur hjá honum en hann og Stefán stjórnuðu ferðinni inn á miðsvæðinu.

Jón Dagur Þorsteinsson - 7
Hefur hann átt slakan landsleik? Er orðinn gríðarlega mikilvægur hluti af þessu landsliði og skoraði gott mark með skalla í seinni hálfleik.

Gylfi Þór Sigurðsson - 7
Það er gaman að sjá Gylfa aftur í treyju númer tíu á Laugardalsvelli. Lagði upp seinna markið og var flottur á boltanum.

Orri Steinn Óskarsson - 7
Skoraði frábært mark með skalla. Stökk hæð sína og stangaði boltann inn. Maður með mikið sjálfstraust.

Varamenn:
Arnór Sigurðsson - 6
Andri Lucas Guðjohnsen - 6
Willum Þór Willumsson - 6
Aðrir spiluðu ekki nóg til að fá einkunn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner