Ólafur Ingi Skúlason, nýráðinn þjálfari U21 landsliðsins, hefur opinberað byrjunarlið sitt fyrir leikinn mikilvæga gegn Danmörku á eftir. Leikurinn fer fram á Víkingsvellinum og hefst hann klukkan 15:00. Bein útsending verður frá leiknum á Stöð 2 Sport.
Lestu um leikinn: Ísland U21 4 - 2 Danmörk U21
Þetta er fimmti leikur Íslands í riðlinum en sá fyrsti gegn Danmörku. Ólafur Ingi, sem tók við af Davíð Snorra með U21 landsliðið, gerir alls fjórar breytingar á liðinu frá seinasta leik sem var gegn Tékkum á útivelli. Sá leikur tapaðist 4-1.
Eggert Aron Guðmundsson, Daníel Freyr Kristjánsson, Ari Sigurpálsson og Róbert Orri Þorkelsson koma inn í liðið fyrir þá Valgeir Valgeirsson, Ólaf Guðmundsson, Anton Loga Lúðvíksson, og Davíð Snæ Jóhannsson.
Það vekur ákveðna athygli að Daníel Freyr er í byrjunarliðinu en þetta er hans annar leikur fyrir U21 landsliðið og fyrsti byrjunarliðsleikurinn hans einnig.
Daníel er 19 ára vinstri bakvörður sem er hjá danska B-deildarliðinu Fredericia á láni frá Midtjylland. Hann var keyptur til Midtjylland frá Stjörnunni sumarið 2022.
Byrjunarlið Ísland U21:
1. Lúkas Petersson (m)
3. Róbert Orri Þorkelsson
4. Logi Hrafn Róbertsson
8. Andri Fannar Baldursson
10. Kristall Máni Ingason
11. Ísak Andri Sigurgeirsson
14. Hlynur Freyr Karlsson
15. Ari Sigurpálsson
18. Hilmir Rafn Mikaelsson
21. Eggert Aron Guðmundsson
22. Daníel Freyr Kristjánsson
Byrjunarlið Danmörk U21:
1. Filip Jørgensen (m)
2. Anton Gaaei
3. Thomas Kristensen
4. Oliver Nielsen
5. Elias Jelert
6. Oscar Fraulo
7. Oliver Sørensen
8. William Bøving
9. William Osula
11. Mathias Kvistgaarden
19. Tobias Bech
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Danmörk | 7 | 4 | 2 | 1 | 16 - 8 | +8 | 14 |
2. Wales | 7 | 4 | 2 | 1 | 12 - 9 | +3 | 14 |
3. Ísland | 6 | 3 | 0 | 3 | 9 - 10 | -1 | 9 |
4. Tékkland | 6 | 2 | 2 | 2 | 8 - 10 | -2 | 8 |
5. Litháen | 6 | 0 | 0 | 6 | 5 - 13 | -8 | 0 |