
Stjarnan rústaði Þór/KA 4-1 á Samsungvellinum í dag í mikilvægum leik. Gyða Kristín var valin maður leiksins, hún átti mjög flottan leik í dag og setti tvö mörk og stoðsendingu.
Aðspurð um fyrstu viðbrögð eftir leik svaraði Gyða Kristín Gunnarsdóttir „Bara mjög góð, mér fannst við spila leikinn bara mjög vel og áttum sigurinn skilið.“
Lestu um leikinn: Stjarnan 4 - 1 Þór/KA
Staðan í hálfleik var 1-1 en Stjarnan tók svo öll völd á vellinum í seinni hálfleik og uppskar þrjú mörk til viðbótar.
Fengu þær einhverja ræðu í hálfleik?
„Já bara að halda áfram, halda áfram að keyra á þær. Breyttum aðeins pressunni okkar, af því að þær breyttu sínu skipulagi, voru með 3 í vörn þannig að við settum fleiri fram og bara keyrðum á þær.“
Stjarnan er núna komin upp fyrir Þór/KA og í 5. sætið,
það hlýtur að vera góð tilfinning?
„Já klárlega, við bara einmitt tökum einn leik í einu og ætlum bara að koma okkur ofar á töfluna.“
„Við horfum bara upp og áfram.“
Hægt er að sjá viðtalið í heild í spilaranum hér að ofan