Amorim bíður eftir leyfi - Nkunku og fleiri orðaðir við Man Utd - Endo eftirsóttur
   sun 06. október 2024 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Deschamps undrandi að sjá Mbappe byrja
Mynd: Getty Images

Það kom á óvart að Kylian Mbappe var í byrjunarliði Real Madrid þegar liðið vann Villarreal í spænsku deildinni í gær.


Mbappe spilaði rúmar 70 mínútur í 2-0 sigri á Villarreal í gær. Hann kom inn á sem varamaður í tapi gegn Lille í Meistaradeildinni í vikunni.

Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, er sagður undrandi á því þar sem hann ákvað að velja hann ekki í landsliðshópinn eftir að hafa átt spjall við leikmanninn en hann er að koma til baka eftir meiðsli. 

Það eru meiðslavandræði í hópnum hjá Real Madrid eftir leikinn í gær en Carlo Ancelotti greindi frá því að Dani Carvajal hafi meiðst illa á hné og þá virtist Vinicius Junior kenna sér meins á öxl.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner