Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
banner
   fös 06. desember 2019 22:20
Ívan Guðjón Baldursson
Maddison: Hvernig var þetta dýfa?
Leicester lagði botnlið Watford að velli í ensku úrvalsdeildinni í vikunni en staðan var markalaus í hálfleik.

Jamie Vardy hefði mögulega átt að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik en í staðinn fékk hann dæmt gult spjald fyrir dýfu.

James Maddison, samherji hans hjá Leicester, fór á Twitter að leikslokum til að spyrja hvernig í ósköpunum dómarateymið hafi komist að þeirri niðurstöðu að gefa Vardy gult spjald.

„Hvernig geturðu horft á þessa endursýningu frá mismunandi sjónarhornum og komist að þeirri niðurstöðu að þetta sé dýfa," skrifaði Maddison.


Athugasemdir