Man Utd ætlar að bjóða 70 milljónir fyrir Wharton - Newcastle undirbýr tilboð í Raphinha - Murillo á óskalista Barcelona - Toney ekki á förum
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
banner
   mán 06. desember 2021 16:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Haraldur Einar: Var ekki ánægður með samninginn sem ég var á
Í leik með FH í Bose bikarnum.
Í leik með FH í Bose bikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haraldur Einar Ásgrímsson gekk í raðir FH frá Fram í nóvember. Haraldur, sem er 21 árs vinstri bakvörður, ræddi við Fótbolta.net í dag og ræddi um félagaskiptin.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Haraldur Ásgrímsson
Vita ekki hvernig FH komst að því að hann var með lausan samning

„Það er geggjuð tilfinning og gaman að vera kominn í svona flottan klúbb. Þessar þrjár-fjórar vikur með FH hafa verið geggjaðar," sagði Haraldur.

„Ég kláraði tímabilið með Fram og fer í viðræður við Fram um endurnýjun á samning. Ég enda á því að nýta uppsagnarákvæði sem ég var með í samningnum mínum. Eftir það þá heyrði ég af áhuga frá FH og ákveð að hoppa á það."

„Ég var ekki ánægður með samninginn sem ég var á hjá Fram á þeim tíma og Fram skildi það alveg. Ég fór í viðræður við Fram en svo kemur FH upp og eftir að hafa talað við Óla [Ólaf Jóhannesson, þjálfara liðsins] þá leist mér mjög vel á FH."


Erfitt að yfirgefa Fram
Var erfitt að fara frá Fram?

„Já, klárlega. Ég var búinn að vera í Fram frá 4. flokki og þetta er minn uppeldisklúbbur. Það var erfitt að segja bæ við alla vinina."

„Það er búið að vera markmiðið síðan ég byrjaði í meistaraflokki að fara upp í efstu deild. Núna er að verða tilbúið nýtt svæði í Úlfarsárdal og það var klárlega erfitt að fara."


Upplifiru svekkelsi hjá Framörum með þessi skipti?

„Já, ég upplifi það alveg, kannski skiljanlega. Ég skil alveg ef Framararnir skilja ekki mína hlið á þessu og hefðu viljað hafa mig áfram í Fram. Eins og ég sagði þá leist mér bara mjög vel á FH og lít á það sem skref upp á við. Þar kemst ég í meira krefjandi aðstæður og betra umhverfi með betri aðstöðu."

Sérðu FH sem betri stað til að taka næsta skref og komast í atvinnumennsku?

„Ég reyni að gera mitt besta hjá FH og ef eitthvað svoleiðis kemur upp þá er það bara geggjað," sagði Haraldur.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Þar ræðir hann um U21 landsliðið, samkeppnina í FH og síðasta tímabil með Fram.
Athugasemdir
banner
banner