Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mán 06. desember 2021 16:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Haraldur Einar: Var ekki ánægður með samninginn sem ég var á
Í leik með FH í Bose bikarnum.
Í leik með FH í Bose bikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haraldur Einar Ásgrímsson gekk í raðir FH frá Fram í nóvember. Haraldur, sem er 21 árs vinstri bakvörður, ræddi við Fótbolta.net í dag og ræddi um félagaskiptin.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Haraldur Ásgrímsson
Vita ekki hvernig FH komst að því að hann var með lausan samning

„Það er geggjuð tilfinning og gaman að vera kominn í svona flottan klúbb. Þessar þrjár-fjórar vikur með FH hafa verið geggjaðar," sagði Haraldur.

„Ég kláraði tímabilið með Fram og fer í viðræður við Fram um endurnýjun á samning. Ég enda á því að nýta uppsagnarákvæði sem ég var með í samningnum mínum. Eftir það þá heyrði ég af áhuga frá FH og ákveð að hoppa á það."

„Ég var ekki ánægður með samninginn sem ég var á hjá Fram á þeim tíma og Fram skildi það alveg. Ég fór í viðræður við Fram en svo kemur FH upp og eftir að hafa talað við Óla [Ólaf Jóhannesson, þjálfara liðsins] þá leist mér mjög vel á FH."


Erfitt að yfirgefa Fram
Var erfitt að fara frá Fram?

„Já, klárlega. Ég var búinn að vera í Fram frá 4. flokki og þetta er minn uppeldisklúbbur. Það var erfitt að segja bæ við alla vinina."

„Það er búið að vera markmiðið síðan ég byrjaði í meistaraflokki að fara upp í efstu deild. Núna er að verða tilbúið nýtt svæði í Úlfarsárdal og það var klárlega erfitt að fara."


Upplifiru svekkelsi hjá Framörum með þessi skipti?

„Já, ég upplifi það alveg, kannski skiljanlega. Ég skil alveg ef Framararnir skilja ekki mína hlið á þessu og hefðu viljað hafa mig áfram í Fram. Eins og ég sagði þá leist mér bara mjög vel á FH og lít á það sem skref upp á við. Þar kemst ég í meira krefjandi aðstæður og betra umhverfi með betri aðstöðu."

Sérðu FH sem betri stað til að taka næsta skref og komast í atvinnumennsku?

„Ég reyni að gera mitt besta hjá FH og ef eitthvað svoleiðis kemur upp þá er það bara geggjað," sagði Haraldur.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Þar ræðir hann um U21 landsliðið, samkeppnina í FH og síðasta tímabil með Fram.
Athugasemdir
banner