Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   mán 06. desember 2021 16:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Haraldur Einar: Var ekki ánægður með samninginn sem ég var á
Í leik með FH í Bose bikarnum.
Í leik með FH í Bose bikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haraldur Einar Ásgrímsson gekk í raðir FH frá Fram í nóvember. Haraldur, sem er 21 árs vinstri bakvörður, ræddi við Fótbolta.net í dag og ræddi um félagaskiptin.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Haraldur Ásgrímsson
Vita ekki hvernig FH komst að því að hann var með lausan samning

„Það er geggjuð tilfinning og gaman að vera kominn í svona flottan klúbb. Þessar þrjár-fjórar vikur með FH hafa verið geggjaðar," sagði Haraldur.

„Ég kláraði tímabilið með Fram og fer í viðræður við Fram um endurnýjun á samning. Ég enda á því að nýta uppsagnarákvæði sem ég var með í samningnum mínum. Eftir það þá heyrði ég af áhuga frá FH og ákveð að hoppa á það."

„Ég var ekki ánægður með samninginn sem ég var á hjá Fram á þeim tíma og Fram skildi það alveg. Ég fór í viðræður við Fram en svo kemur FH upp og eftir að hafa talað við Óla [Ólaf Jóhannesson, þjálfara liðsins] þá leist mér mjög vel á FH."


Erfitt að yfirgefa Fram
Var erfitt að fara frá Fram?

„Já, klárlega. Ég var búinn að vera í Fram frá 4. flokki og þetta er minn uppeldisklúbbur. Það var erfitt að segja bæ við alla vinina."

„Það er búið að vera markmiðið síðan ég byrjaði í meistaraflokki að fara upp í efstu deild. Núna er að verða tilbúið nýtt svæði í Úlfarsárdal og það var klárlega erfitt að fara."


Upplifiru svekkelsi hjá Framörum með þessi skipti?

„Já, ég upplifi það alveg, kannski skiljanlega. Ég skil alveg ef Framararnir skilja ekki mína hlið á þessu og hefðu viljað hafa mig áfram í Fram. Eins og ég sagði þá leist mér bara mjög vel á FH og lít á það sem skref upp á við. Þar kemst ég í meira krefjandi aðstæður og betra umhverfi með betri aðstöðu."

Sérðu FH sem betri stað til að taka næsta skref og komast í atvinnumennsku?

„Ég reyni að gera mitt besta hjá FH og ef eitthvað svoleiðis kemur upp þá er það bara geggjað," sagði Haraldur.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Þar ræðir hann um U21 landsliðið, samkeppnina í FH og síðasta tímabil með Fram.
Athugasemdir
banner
banner